Cristiano Ronaldo er í snúinni stöðu hjá félagi sínu, Manchester United. Kappinn gæti leitað annað í janúar.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo reyndi hvað hann gat til að komast frá United í sumar en allt kom fyrir ekki. Hann þráir að spila áfram í Meistaradeild Evrópu, en ekkert félag þar virtist til í að taka sénsinn á honum.
Nú er Portúgalinn orðinn varamaður undir stjórn Erik ten Hag hjá United.
Í sumar hafnaði Ronaldo rosalegu tilboði frá Sádi-Arabíu. Talið er að það hafi verið frá Al Hilal. Hljóðaði það upp á 211 milljónir punda í árslaun.
Ronaldo var ekki til í að fara til Sádi í sumar. Enskir miðlar fjalla hins vegar um að nú gæti hann verið mun opnari fyrir því. Hann fær hvort sem er ekki Meistaradeildarfótboltann sem hann vill á Old Trafford.
Auk Al Hillal er Al Nassr sagt hafa áhuga á þessum frábæra leikmanni.