Loris Karius gerði í gær stuttan samning við Newcastle.
Hann yfirgaf Liverpool í sumar þegar samningur hans rann út. Hann var aðalmarkvörður félagsins á tímabilinu 2017 til 2018 en sá aldrei til sólar eftir tvö hræðileg mistök í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu gegn Real Madrid vorið 2018.
Eftir þetta fór hann til Besiktas og Union Berlin á lán, áður en hann yfirgaf Liverpool í sumar.
Í kjölfar skipta Karius yfir til Newcastle rifjaði enska götublaðið Daily Star upp þegar klámstjarnan Mia Khalifa daðraði við markvörðinn á Instagram.
Það var einmitt fyrir úrslitaleikinn árið 2018. Karius skrifaði þá „augun á verðlaununum“ og átti við Meistaradeildarbikarinn.
Khalifa setti athugasemd undir færsluna þar sem hún skrifaði „er hann verðlaunin?“ og átti þar við Karius.