Arda Turan, fyrrum leikmaður Barcelona, hefur lagt skóna á hilluna eftir ansi farsælan feril sem knattspyrnumaður.
Turan er orðinn 35 ára gamall en hann lék síðast með Galatasaray í Tyrklandi frá 2020 til 2022.
Hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Atletico Madrid frá 2011 til 2015 og lék þar 128 deildarleiki og skoraði 14 mörk.
Turan var fenginn til Barcelona árið 2015 og var þar í fimm ár en náði aldrei að festa sig í sessi.
Hann er goðsögn í tyrknenskum fótbolta og lék 100 landsleiki fyrir þjóð sína frá 2006 til 2017.