Mauro Icardi gekk á dögunum í raðir Galatasaray í Tyrklandi á láni frá Paris Saint-Germain.
Umboðsmaður hins 29 ára gamla Icardi er Wanda Nara, afar umdeild eiginkona hans.
Hún var með ákveðnar kröfur til Galatasaray, ef félagið ætlaði sér að klófesta argentíska framherjann.
Wanda vildi að Icardi hefði aðgang að einkabílstjóra allan sólarhringinn, sem gæti skullað honum hvert sem hann kynni að þurfa að komast.
Þá vildi hún einnig að hann hefði einkakokk.
Fyrir fjölskylduna vildi Wanda fá húsnæði útvegað og einnig öryggisgæslu við húsið.
Loks vildi Wanda að börnin fengju aðgang að góðum skólum.