fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
433Sport

Potter himinnlifandi með eigendur Chelsea – „Hefur náð frábærum árangri í lífinu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 17:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Graham Potter, nýr stjóri Chelsea, er himinnlifandi með fyrstu daga sína í starfi.

Potter yfirgaf Brighton á dögunum til að taka við Chelsea, í kjölfar þess að Thomas Tuchel var rekinn frá Lundúnaliðinu.

Chelsea leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Potter annað kvöld er liðið tekur á móti RB Salzburg í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Það eru níu dagar en þetta hefur liðið eins og níu vikur eða jafnvel mánuðir,“ segir Potter um tímann síðan hann tók við.

„Þetta er það fallega við fótboltann og lífið. Maður veit aldrei hvað bíður handan við hornið.“

Honum líst virkilega vel á samstarfið við Todd Boehly og eigendur Chelsea.

„Ég hef rætt mikið við eigendurna og áttaði mig á því að þetta er gott og klárt fólk sem hefur náð frábærum árangri í lífinu, líka utan fótboltans. Þetta er spennandi verkefni og þeir eru með spennandi hugmyndir um hvernig félagið getur tekið næsta skref.“

„Þetta hafa verið annasamir dagar, að yfirgefa Brighton, hitta leikmennina og kynnast þeim. Þetta hefur samt verið mjög gott hingað til.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þungt högg í maga Víkinga

Þungt högg í maga Víkinga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sýndu Jökli splunkunýtt sjónarhorn frá markinu umdeilda – „Miðað við þetta er hann klárlega inni“

Sýndu Jökli splunkunýtt sjónarhorn frá markinu umdeilda – „Miðað við þetta er hann klárlega inni“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tölfræðin sem sannar ágæti Bruno Fernandes

Tölfræðin sem sannar ágæti Bruno Fernandes
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Dómurinn á Gylfa í gær umdeildur – „Það að fá að negla rauðu spjaldi í andlitið á Gylfa er stórt“

Dómurinn á Gylfa í gær umdeildur – „Það að fá að negla rauðu spjaldi í andlitið á Gylfa er stórt“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Að gefast upp á Englandi og skoða að flytja til Mið-Austurlanda

Að gefast upp á Englandi og skoða að flytja til Mið-Austurlanda
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg í liði með Cristiano Ronaldo eftir helgina

Jóhann Berg í liði með Cristiano Ronaldo eftir helgina
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttast að Aron Elís sé mjög alvarlega meiddur

Óttast að Aron Elís sé mjög alvarlega meiddur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Jose Mourinho gæti fengið mjög stórt starf í sumar

Jose Mourinho gæti fengið mjög stórt starf í sumar