Fjölnir hefur ákveðið að aflýsa Októberfest félagsins vegna skyndilegs andláts tveggja Fjölnismanna. Félagið greinir frá þessu í tilkynningu sinni.
„Vegna skyndilegs frafalls tveggja Fjölnisanna og utanaðkomandi aðstæðna hefur verið ákveðið að aflýsa Októberfest í ár,“ segir í tilkynningu Fjölnis.
Félagið hvetur alla í Fjölnisfjölskyldunni til að standa saman. Þeir sem hafa keypt miða fá endurgreitt.
Fjölnir minnir á Októberfest á næsta ári.