Það er útlit fyrir að Todd Boehly, eigandi Chelsea, hafi haft augastað á Graham Potter, nýjum stjóra liðsins, nokkru áður en hann réði hann fyrir Thomas Tuchel.
Tuchel var rekinn í síðustu viku og Potter ráðinn í hans stað.
Í sumar, er Chelsea átti í viðræðum við Marc Cucurella, þá leikmann Brighton, spurði Boehly bakvörðinn út í Potter og hans aðferðir.
Cucurella var svo keyptur til Chelsea. Nokkrum vikum síðar er Potter mættur einnig.
Því er því nú velt upp hvort Boehly hafi verið farinn að íhuga Potter sem mögulegan arftaka Tuchel, nokkru áður en Þjóðverjinn var rekinn úr starfi.
Chelsea leikur sinn fyrsta leik undir stjórn Potter annað kvöld, er liðið fær RB Salzburg í heimsókn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið tapaði fyrsta leik riðilsins gegn Dinamo Zagreb, sem var einmitt síðasti leikur Tuchel við stjórnvölinn.
During negotiations between Chelsea and Brighton in August, Todd Boehly asked Marc Cucurella and his agents about Graham Potter… as he was already well informed on his ideas ans tactics. 🔵👀 #CFC
Now, Cucurella and Potter are back together after last, great season at #BHAFC. pic.twitter.com/sA8GkS6mR1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 12, 2022