fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
433Sport

Heimir mun þjálfa leikmanninn sem Ferguson sagði þann besta

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 14:00

Sir Alex Ferguson. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem Heimir Hallgrímsson sé að taka við landsliði Jamaíka. Fari svo að hann taki við mun hann þjálfa nokkra spennandi leikmenn.

433.is sagði frá því í morgun að Heimir Hallgrímsson væri staddur á Keflavíkurflugvelli, þaðan sem hann ferðaðist til Jamaíka.

Það er ekki allt frágengið á milli Heimis og knattspyrnusambands Jamaíka en viðræður eru langt á veg komnar.

Heimir var síðast þjálfari katarska félagsins Al-Arabi en hann yfirgaf liðið á síðasta ári og hefur undanfarið verið ráðgjafi Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV í Bestu deild karla.

Ravel Morrison

Taki Heimir við þjálfun Jamaíka mun hann stýra Ravel Morrison, liðsfélaga Guðlaugs Victors Pálssonar hjá DC United í Bandaríkjunum.

Sir Alex Ferguson sagði Morrison eitt sinn vera besta unga leikmann sem hann hefur séð. Þá var hann stjóri hans hjá Manchester United. Miðjumaðurinn er í dag 29 ára gamall en ferill hans fór aldrei á það flug sem vonast var eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta lið 1. umferðar í Bestu deildinni – Fjórir koma frá ÍA

Besta lið 1. umferðar í Bestu deildinni – Fjórir koma frá ÍA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Að gefast upp á Englandi og skoða að flytja til Mið-Austurlanda

Að gefast upp á Englandi og skoða að flytja til Mið-Austurlanda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu draugamarkið í Garðabæ í gærkvöldi – Var boltinn inni?

Sjáðu draugamarkið í Garðabæ í gærkvöldi – Var boltinn inni?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttast að Aron Elís sé mjög alvarlega meiddur

Óttast að Aron Elís sé mjög alvarlega meiddur