Grindavík hefur verið dæmdur sigur gegn Selfoss í Lengjudeild karla en þessi lið áttust við fyrir um viku síðan.
Leikurinn var spilaður á Selfossi þann 3. september og höfðu heimamenn betur 5-3 í fjörugri viðureign.
Selfoss spilaði hins vegar ólöglegum leikmanni í viðureigninni eða Reyni Frey Sveinssyni sem lék 50 mínútur.
Reynir átti að vera í leikbanni í þessum leik og var það eitthvað sem Grindavík kærði til aganefndar KSÍ.
Aganefndin komst að þeirri niðurstöðu að dæma Grindavík 3-0 sigur og þarf Selfoss að borga 100 þúsund krónur í sekt.