Florian Plettenberg á Sky Sports fullyrðir að Jude Bellingham muni yfirgefa Borussia Dortmund næsta sumar.
Bellingham er aðeins 19 ára gamall en er þegar með mikla reynslu af hæsta stigi fótboltans. Hann gekk í raðir Dortmund frá Birmingham, uppeldisfélagi sínu, sumarið 2020.
Næsta sumar mun Bellingham eiga tvö ár eftir af samningi sínum við Dortmund og er ljóst að hann verður afar eftirsóttur.
Plettenberg nefnir Liverpool og Manchester United sem líklega áfangastaði Englendingsins. Manchester City gæti einnig reynt við hann.
Í 98 leikjum með Dortmund hefur Bellingham skorað tólf mörk og lagt upp átján.
🔴 𝗟𝗶𝘃𝗲𝗿𝗽𝗼𝗼𝗹
🔴 𝗠𝗮𝗻 𝗨𝗻𝗶𝘁𝗲𝗱
🔵 𝗠𝗮𝗻 𝗖𝗶𝘁𝘆🔜 „I am totally convinced Jude Bellingham will leave Dortmund in 2023.“
[via @Plettigoal] pic.twitter.com/ZeKPAdkUQ5
— Football Daily (@footballdaily) September 13, 2022