fbpx
Miðvikudagur 09.apríl 2025
433Sport

Eru nálægt því að lækka verðið – Fær Griezmann loksins að byrja?

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 13. september 2022 12:00

Griezmann / Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona og Atletico Madrid er nálægt því að komast að samkomulagi um að lækka klásúlu í samningi félaganna um kaup þess síðarnefnda á Antoine Griezmann.

Griezmann er á seinna ári sínu á láni hjá Atletico frá Barcelona. Það hefur vakið mikla athygli það sem af er tímabili að sóknarmaðurinn kemur alltaf inn á sem varamaður að 60 mínútnum liðnum í leikjum.

Er talið að þetta sé þar sem klásúla segir til um að Atletico þurfi að borga Börsungum um 34 milljónir punda ef Griezmann spilar visst margar mínútur.

Samkvæmt L’Equipe í Frakklandi hafa eru félögin hins vegar að ná samkomulagi um að lækka upphæðina í um 21 milljón punda.

Gæti þetta orðið til þess að Atletico fari að nota Griezmann í stærri hluta leikja.

Griezmann gekk í raðir Barcelona frá Atletico árið 2019, en var sem fyrr segir lánaður til baka tveimur árum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Besta lið 1. umferðar í Bestu deildinni – Fjórir koma frá ÍA

Besta lið 1. umferðar í Bestu deildinni – Fjórir koma frá ÍA
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Að gefast upp á Englandi og skoða að flytja til Mið-Austurlanda

Að gefast upp á Englandi og skoða að flytja til Mið-Austurlanda
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu draugamarkið í Garðabæ í gærkvöldi – Var boltinn inni?

Sjáðu draugamarkið í Garðabæ í gærkvöldi – Var boltinn inni?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óttast að Aron Elís sé mjög alvarlega meiddur

Óttast að Aron Elís sé mjög alvarlega meiddur