Barcelona og Atletico Madrid er nálægt því að komast að samkomulagi um að lækka klásúlu í samningi félaganna um kaup þess síðarnefnda á Antoine Griezmann.
Griezmann er á seinna ári sínu á láni hjá Atletico frá Barcelona. Það hefur vakið mikla athygli það sem af er tímabili að sóknarmaðurinn kemur alltaf inn á sem varamaður að 60 mínútnum liðnum í leikjum.
Er talið að þetta sé þar sem klásúla segir til um að Atletico þurfi að borga Börsungum um 34 milljónir punda ef Griezmann spilar visst margar mínútur.
Samkvæmt L’Equipe í Frakklandi hafa eru félögin hins vegar að ná samkomulagi um að lækka upphæðina í um 21 milljón punda.
Gæti þetta orðið til þess að Atletico fari að nota Griezmann í stærri hluta leikja.
Griezmann gekk í raðir Barcelona frá Atletico árið 2019, en var sem fyrr segir lánaður til baka tveimur árum síðar.