Barcelona mun reyna að losa enn fleiri leikmenn þegar janúarglugginn opnar en frá þessu greina spænskir miðlar.
Barcelona er í miklum fjárhagsvandræðum og losaði sig við ófáa leikmenn í sumar.
Samkvæmt nýjustu fregnum er félagið ekki hætt og gætu reynslumeiri leikmenn liðsins verið á förum.
Jordi Alba og Gerard Pique eru sagðir vera til sölu er janúarglugginn opnar sem og framherjinn Memphis Depay.
Pique og Alba hafa lengi spilað stórt hlutverk á Nou Camp en verða í varahlutverki á þessu tímabili.
Inter Milan var boðið að fá Alba á láni í sumarglugganum en leikmaðurinn sjálfur var ekki hrifinn af þeim skiptum.