Lionel Messi mun ekki taka neina ákvörðun um framtíð sína fyrr en eftir HM í Katar, sem hefst í nóvember og er leikið fram í seinni hluta desember.
Argentínumaðurinn gekk í raðir Paris Saint-Germain frá Barcelona fyrir rúmu ári síðan, eftir að hafa leikið með síðarnefnda félaginu allan sinn meistaraflokksferil.
Messi hefur verið orðaður við endurkomu til Barcelona, en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar.
Nú er Messi hins vegar einbeittur á PSG og argentíska landsliðið fyrir HM. Það munu því engar nýjar fréttir af hans málum berast fyrr en í byrjun árs 2023, hið fyrsta.
Leo Messi will not make any decision on his future in the next weeks or months. Focused on Paris Saint-Germain and then World Cup, nothing will be decided or planned before the World Cup. ⭐️🇦🇷 #PSG
Despite PSG new deal plans and Barça interest, Leo will not proceed before 2023. pic.twitter.com/jS4OtCRWWt
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 13, 2022