Casemiro, leikmaður Manchester United, mun þurfa að taka á sig launalækkun ef liðinu mistekst að komast í Meistaradeildina á tímabilinu.
The Athletic fjallar um þetta mál en Casemiro gekk aðeins í raðir Man Utd frá Real Madrid í sumar.
Casemiro kostaði enska liðið 70 milljónir punda en stefnan er á að enda í topp fjórum á tímabilinu sem gæti reynst ansi erfitt verkefni.
Cristiano Ronaldo þyrfti einnig að taka á sig launalækkun en hann fær nú 480 þúsund pund í vikulaun á Old Trafford.
Athletic segir að þessi laun muni lækka í 360 þúsund pund á viku ef liðinu mistekst að ná sínum markmiðum.
Casemiro fær í dag 375 þúsund pund á viku í Manchester og myndu þau laun einnig lækka verulega.