Harry Kane, fyrirliði Tottenham, gætu vel farið til Bayern Munchen næsta sumar. Það er Sky Sports sem segir frá.
Samningur hins 29 ára gamla Kane rennur út eftir tæp tvö ár og gæti Tottenham þurft að selja hann næsta sumar til að eiga ekki á hættu að missa hann frítt sumarið 2024.
Bayern og Charlie Kane, bróðir og umboðsmaður Harry, hafa þegar rætt saman um hugsanleg félagaskipti framherjans til Þýskalands.
Sjálfur er markahrókurinn mjög opinn fyrir því að ganga í raðir Bayern.
Þýska stórveldið hefur sett Kane efst á óskalista sinn og ætlar sér að krækja í hann.
Hér að neðan má sjá fréttaskýringu Sky Sports um stöðu mála.
𝗛𝗮𝗿𝗿𝘆 𝗞𝗮𝗻𝗲 𝘁𝗼 𝗕𝗮𝘆𝗲𝗿𝗻 𝗠𝘂𝗻𝗶𝗰𝗵? 👀
"The discussions have already begun. He is the number one top target. There was contact between Bayern and Charlie Kane. Harry Kane can really, really imagine joining Bayern."
[via @Plettigoal] pic.twitter.com/B65tbp7qkm
— Football Daily (@footballdaily) September 12, 2022