Antony, leikmaður Manchester United, hefur tjáð sig um erfiða tíma sem hann upplifði á æskuárunum í Brasilíu.
Antony upplifði ansi erfiða æsku í Sao Paulo í Brasilíu og þurfti að þola mikið áður en hann vakti athygli sem knattspyrnumaður.
Antony var keyptur til Manchester United 2022 frá Ajax en hefur ekki beint staðist væntingar hingað til.
,,Ég átti enga skó til að spila fótbolta, það var ekkert svefnherbergi í boði og ég þurfti að sofa á sófanum öll kvöld,“ sagði Antony.
,,Aðeins 15 metrum frá húsinu mínu þar voru eiturlyfjasalar. Það komu tímar þar sem ég, bróður minn og systir féllumst í faðma og hugsuðum um okkar líf.“
,,Það komu tímar þar sem við þurftum fötu til að flarlægja lekandi vatn heima hjá okkur en við gerðum það samt sem áður með bros á vör.“