Stjörnur Manchester United telja sig vita að Cristiano Ronaldo muni gera aðra tilraun til að koma sér frá félaginu þegar félagaskiptaglugginn opnar á ný í janúar.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo reyndi allt til að komast frá United í sumar, eftir að liðinu mistókst að ná sæti í Meistaradeild Evrópu fyrir yfirstandandi leiktíð.
Portúgalinn var orðaður við fjölda félaga en svo virtist sem ekkert þeirra væri til í að taka sénsinn á kappanum eða borga launin hans.
Ronaldo varð því eftir hjá United, þar sem hann er nú orðinn varamaður undir stjórn Erik ten Hag.
Samkvæmt nýjustu fregnum mun Ronaldo gera aðra tilraun til að koma sér burt. Leikmenn félagsins vita af því.