Chelsea hafði mikinn áhuga á Josko Gvardiol, miðverði RB Leipzig í sumar. Þýska félagið hafnaði hins vegar tilboði þess enska í leikmanninn.
Hinn tvítugi Gvardiol þykir mikið efni. Búist er við að hann fari í stærra félag en Leipzig fyrr en síðar. Hann gerði nýjan fimm ára samning í sumar en gæti þó farið í næstu félagaskiptagluggum.
Nú segir félagaskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano frá því að Leipzig hafi hafnað tilboði Chelsea þar sem félagið telji sig vita að fleiri félög myndu bætast í kapphlaupið um Króatann næsta sumar. Það mun styrkja samningsstöðu Leipzig.
Manchester City er sagt vera eitt þeirra félaga sem hefur áhuga á Gvardiol.
RB Leipzig turned down Chelsea bid for Josko Gvardiol on Deadline week [it was for summer 2023] as they’re convinced other clubs will join the race next summer, including Man City. 🔵🇭🇷 #CFC
New deal until 2027 but Chelsea are still there and the race is absolutely open. pic.twitter.com/Df4IHOgMFD
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 12, 2022