Thomas Tuchel ráðlagði miðjumanninum Billy Gilmour að fara til Brighton í sumar, þar sem hann sagði Graham Potter, þá stjóra liðsins, vera góðan kost fyrir þróun leikmannsins.
Hinn 21 árs gamli Gilmour var keyptur til Brighton í sumar. Þá var Potter stjóri liðsins og Tuchel stjóri Brighton.
Kaldhæðnislega er Potter nú orðinn stjóri Chelsea, í kjölfar þess að Tuchel var rekinn.
Samkvæmt The Athletic hvöttu æðstu menn hjá Chelsea Gilmour til að vera áfram, þar sem breytingar gætu orðið í brúnni. Það kom svo til.
Gilmour ákvað samt að fara til Brighton, til að spila undir stjórn Potter. Nú er hann hins vegar í óþægilegri stöðu. Potter er farinn til Chelsea.
Potter gerði fimm ára samning við Chelsea. Hann ætti að stýra liðinu í sínum fyrsta leik gegn RB Salzburg í Meistaradeild Evrópu á miðvikudag.