Pep Guardiola, stjóri Manchester City, er launahæsti þjálfarinn í ensku úrvalsdeildinni.
Enskir miðlar greina frá þessu en Guardiola fær betur borgað en bæði Jurgen Klopp og Antonio Conte.
Klopp fær 16 milljónir í árslaun hjá Liverpool og er í öðru sæti listans en þar á eftir kemur Conte hjá Tottenham með 15 milljónir.
Guardiola á toppsætið alveg einn en hann fær 19 milljónir punda í árslaun fyrir sín störf í Manchester.
Athygli vekur að Brendan Rodgers, stjóri Leicester City, fær betur borgað en Erik ten Hag sem tók við Manchester United í sumar.
Það sama má segja um Graham Potter sem var ráðinn stjóri Chelsea á dögunum eftir dvöl hjá Brighton.
Þetta má sjá hér fyrir neðan.