Wolves hefur staðfest komu Diego Costa til félagsins með skemmtilegu myndbandi.
Costa gerir eins árs samning, eftir að koma á frjálsri sölu frá Atletico Mineiro í heimalandi sínu, Brasilíu.
Sasa Kalajdzic sleit krossband í sínum fyrsta leik með Wolves á dögunum og kemur Costa því inn í fremstu víglínu í hans stað.
Costa er hvað frægastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea, þar sem hann varð Englandsmeistari árið 2017.
It's official. ✍️ pic.twitter.com/FXcgReSlsr
— Wolves (@Wolves) September 12, 2022