Almeria 0 – 1 Osasuna
0-1 Chimy Ávila(’28)
Osasuna byrjar La Liga á Spáni mjög vel á þessu tímabili en liðið mætti Almeria í eina leik kvöldsins.
Osasuna hefur komið töluvert á óvart og var að vinna sinn fjórða leik þegar fimm umferðir eru búnar.
Chimy Avila hefur verið einn besti leikmaður Osasuna til þessa og skoraði hann eina mark leiksins.
Osasuna er í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig og er þremur stigum á eftir toppliði Real Madrid.