Maurizio Sarri, stjóri Lazio, missti hausinn í gær er hann sá sína menn spila við Verona í Serie A á Ítalíu.
Sarri var virkilega pirraður út í stuðningsmann Verona í sigrinum sem endaði með því að hann gaf aðilanum puttann.
Sarri er nafn sem margir kannast við en hann stýrði áður Napoli, Chelsea og svo Juventus.
Ítalinn náði ekki að halda ‘kúlinu’ í þessum sigri á Verona en Lazio hafði betur með tveimur mörkum gegn engu.
Atvikið sjálft má sjá hér fyrir neðan.
maurizio sarri
sto barrendo pic.twitter.com/jQFSiCrdLd
— ّ (@paolo_is_dead) September 11, 2022