Knattspyrnumaðurinn Andy Carrol lenti í hörðum árekstri á Mercedes-bifreið sinni um helgina. Lenti bíll hans og Ford Fiesta saman og sást vel á þeim. Eitt framdekk á bíl Carrol datt til að mynda af.
Hinn 33 ára gamli Carrol lék síðast með WBA. Hann hefur leikið fyrir félög á borð við Liverpool, Newcastle og West Ham á ferlinum.
Samkvæmt íbúum sem voru nálægt bílslysinu var skellurinn harður og heyrðist vel í árekstrinum.
Carrol og karlamaður sem var með h0num í för sluppu án meiðsla. Einn af þremur í Fiesta-bifreiðinni var fluttur á spítala, þar sem hann kvartaði undan brjóstverkjum.
Allir aðilar voru í töluverðu áfalli eftir áreksturinn.
Hér að neðan má sjá myndir.