Maurizio Sarri, stjóri Lazio, var ósáttur við einhvern í stúkunni á Ólympíuleikvanginum í Róm í 2-0 sigri hans manna gegn Verona í gær.
Ciro Immobile og Luis Alberto gerðu mörk Lazio í sigrinum.
Í stöðunni 1-0 virtist Sarri ósáttur við einhverja stuðningsmenn og sendi þeim puttann. Ekki er vitað hvort um var að ræða stuðningsmann Lazio eða Verona.
Sarri er hvað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Chelsea, þar sem hann vann Evrópudeildina árið 2019.
Ítalinn er afar skrautlegur karakter, eins og þetta nýjasta athæfi gefur til kynna.
Hér að neðan má sjá mynd af áðurnefndu athæfi Sarri.
Lazio boss Maurizio Sarri flashed the middle finger at someone during the game v Verona (via @LazioNews_24). pic.twitter.com/a0C5KiwfJY
— Get Italian Football News (@_GIFN) September 11, 2022