Lyon tapaði 2-1 gegn Monaco í frönsku úrvalsdeildinni í gær.
Benoit Badiashile og Guillermo Maripan skoruðu mörk Monaco en Karl Toko Ekambi gerði mark Lyon.
Eftir leik var Alexandre Lacazette, sem kom til Lyon frá Arsenal í sumar, til viðtals.
Viðtalið hefur vakið mikla athygli og er afar skondið. Framherjinn virðist nefnilega hafa misst röddina algjörlega í leiknum.
Viðtalið fyndna má sjá hér að neðan.
Alexandre Lacazette loses his voice in a major way post-match. No helium balloons were used in the making of this interview. (APV) pic.twitter.com/n8CJxfJMRu
— Get French Football News (@GFFN) September 11, 2022