Sven-Göran Eriksson reyndi árið 2010 að fá David Beckham til liðs við sig í Leicester, sem þá lék í ensku B-deildinni.
Svíinn var stjóri Leicester á þeim tíma, en hann hafði áður unnið með Beckham hjá enska landsliðinu.
Á þessum tíma var kappinn á mála hjá LA Galaxy í Bandaríkjunum. Eiginkona hans, Victoria, var ekki sérlega hrifinn af hugmyndinni um að fara frá Los Angeles til Leicester.
„Hann sagði kannski, því hann vill ekki segja nei,“ segir Eriksson um það þegar hann spurði Beckham á viðburði hvort hann hefði áhuga á að koma í Leicester.
„Svo sagði Victoria „Sven, sérðu mig fyrir þér í Leicester?“ Þar með segir Eriksson að málið hafi verið útrætt.
Beckham er ein helsta knattspyrnugoðsögn sem England á. Hann lék 115 leiki fyrir A-landsliðið. Þá var hann á mála hjá stórliðum á borð við Manchester United, Real Madrid og AC Milan.