Brendan Williams, leikmaður Manchester United, hefur nefnt besta leikmann sem hann hefur spilað með hjá félaginu.
Það eru ófáir góðir leikmenn sem koma til greina og má nefna Cristiano Ronaldo sem og Zlatan Ibrahimovic.
Þessi 22 ára gamli bakv0rður nefndi þá tvo þó ekki og velur frekar Juan Mata sem hefur nú yfirgefið félagið.
Mata er í dag leikmaður Galatasaray í Tyrklandi en hann lék með Rauðu Djöflunum frá 2014 til 2022.
,,Ég myndi örugglega segja Juan Mata því hann er töframaður með boltann,“ sagði Williams.
,,Hann tekur yfir leiki miðað við hvernig hann spilar. Hann er líka góður náungi utan vallar, hann ræðir við okkur og hjálpar okkur.“