Búið er að fresta leik Arsenal og PSV í riðlakeppni Evópudeildarinnar. Leikurinn átti að fara fram á fimmtudag.
Er þetta vegna skorts á lögreglufólki sem fæst í að sinna störfum við leikinn í kjölfar andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar.
Verið er að vinna í því að finna nýja dagsetningu fyrir leikinn.
Öllum knattspyrnuleikjum sem áttu að fara fram um síðustu helgi var frestað. Keppni í neðri deildum er að hefjast á ný en ekki er vitað hvort það sama verði uppi á teningnum í úrvalsdeildinni um næstu helgi.
Our @EuropaLeague fixture with PSV has been postponed.
— Arsenal (@Arsenal) September 12, 2022