Eden Hazard, leikmaður Real Madrid, fékk loksins að byrja leik fyrir liðið í gær gegn Real Mallorca.
Hazard nýtti tækifærið í miðri viku gegn Celtic en hann skoraði þá og lagði upp í Meistaradeildinni.
Hazard kom þar inná sem varamaður fyrir Karim Benzema og náði að spla stórt hlutverk í 3-0 sigri.
Belginn fékk að byrja sinn fyrsta leik fyrir Real í gær síðan í janúar en tókst ekki að nýta tækifærið í 4-1 sigri.
Hazard var tekinn af velli í stöðunni 1-1 en Real bætti síðar við þremur mörkum og vann sannfærandi að lokum.