Eins skrítið og það kann að hljóma þá er Bayern Munchen ekki á toppi þýsku Bundesligunnar eftir sex umferðir og heldur ekki Borussia Dortmund.
Bayern og Dortmund hafa lengi verið bestu lið Þýskalands en þau sitja í þriðja og fimmta sæti deildarinnar.
Bayern gerði 2-2 jafntefli við Stuttgart í gær og um leið sitt þriðja jafntefli í röð eftir leiki við Union Berlin og Gladbach.
Það er einmitt Union Berlin sem situr á toppi deildarinnar með 14 stig eftir sex leiki og er eina taplausa liðið ásamt Bayern.
Union vann FC Köln 1-0 í leik helgarinnar og er á fyrsta sinn á toppnum í efstu deild í sögu félagsins.
Union hefur aldrei áður náð toppsæti deildarinnar en liðið er til alls líklegt og hefur byrjað tímabilið af miklum krafti.