fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
433Sport

Er einn sá elskaðasti en leið eins og svikara – Galopnar sig í átakanlegu viðtali

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 12. september 2022 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Kamara, sparkspekingurinn vinsæli sem starfaði lengi hjá Sky Sports um árabil, er í viðtali í þættinum The Diary Of A CEO, þar sem hann opnar sig um hin ýmsu málefni.

Kamara hætti hjá Sky Sports fyrr á þessu ári eftir 25 ára starf. Hann var afar vinsæll á meðal áhorfenda.

Í þættinum opnar hann sig um taugasjúkdóm sem hann er með, sem lýsir sér þannig að sá sem þjáist af honum missir getu til að framkvæma ýmsar hreyfingar og bendingar, þrátt fyrir að sá hinn sami vilji framkvæma þær.

„Mér líður eins og svikara. Þau eru ekki að fá það besta úr mér en láta sig hafa það,“ segir Kamara í þættinum um störf sín hjá Sky Sports með sjúkdóminn.

Hann ræðir einnig æskuárin, hvernig það var að vera dökkur á hörund sem barn á Englandi, en nær allir voru hvítir þar sem hann bjó.

Þá segir Kamara frá ofbeldi sem faðir hans beitti móður hans, sem og fátækt á heimilinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“

Rifjar upp viðtal sitt við Heimi í ljósi stöðunnar – „Það hefur ekki orðið að neinu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tekur upp hanskann fyrir Andre Onana

Tekur upp hanskann fyrir Andre Onana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Allt á suðupunkti í hálfleik – Hjólaði í Saka eftir hörmungar vítið hans

Allt á suðupunkti í hálfleik – Hjólaði í Saka eftir hörmungar vítið hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ruben Amorim er lang lélegasti stjóri United frá því að Ferguson hætti – Svona er tölfræðin

Ruben Amorim er lang lélegasti stjóri United frá því að Ferguson hætti – Svona er tölfræðin
433Sport
Í gær

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða

United og Liverpool á meðal áhugasamra – Skella á hann háum verðmiða
433Sport
Í gær

Heldur spilunum þétt að sér varðandi Rashford

Heldur spilunum þétt að sér varðandi Rashford
433Sport
Í gær

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið

Fullyrða að leki hafi orðið úr herbúðum Real Madrid og að Ancelotti geri þessar breytingar fyrir kvöldið
433Sport
Í gær

Verður ekki meira með United á tímabilinu

Verður ekki meira með United á tímabilinu