Arsenal skilur ekkert í skoti Bernd Leno, fyrrum markvarðar félagsins, á það á dögunum.
Leno yfirgaf Arsenal fyrir Fulham í sumar. Þjóðverjinn var orðinn varamarkvörður hjá Skyttunum í kjölfar komu Aaron Ramsdale fyrir ári síðan.
„Þegar ég áttaði mig á því að þetta snerist ekki um frammistöðu eða gæði vissi ég að ég þyrfti að fara,“ sagði Leno í þýskum fjölmiðlum á dögunum.
„Þetta snerist bara um pólitík, það var mér alveg ljóst. Ég þurfti að komast þaðan.“
Fabrizio Romano segir að Arsenal hafi ekki skilið hvert Leno var að fara með þessum ummælum.
„Samkvæmt því sem mér hefur verið sagt skilur Arsenal ekki hvað Leno meinar með þessum ummælum. Þeir vildu aðeins fá Ramsdale sem markvörð sinn fyrir nútíðina og framtíðina.“
„Mér finnst Leno vera mjög góður markvörður og gæti orðið góður með Fulham, en Arsenal fór aðrar leiðir og það ber að virða.“