Samkvæmt Daily Mail er ekki víst að enska úrvalsdeildin geti snúið aftur um næstu helgi, þar sem flest allir sjónvarpstrukkar Sky Sports eru í notkun í kjölfar andláts Elísabetar Bretlandsdrottningar.
Deildin var í fríi um helgina. Ákváðu sjórnendur hennar að votta drottningunni virðingu sína með þessum hætti.
Sky Sports á að sýna átta leiki í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Ekki er þó víst að stöðin geti sinnt leikjunum, þar sem Sky er með svo mikinn viðbúnað annars staðar, meðal annars í aðdraganda jarðarfarar drottningarinnar, sem á að fara fram eftir slétta viku.
Sky News er nánast með sólarhrings útsendingar frá Buckinghamhöll þessa dagana, sem og annars staðar.