Stuðningsmaður brasilíska liðsins Flamengo hefur verið bannað að mæta á leiki liðsins í framtíðinni eftir framkomu sína eftir leik við Velez Sarsfield í Copa Libertadores.
Miðlar í Suður-Ameríku fjalla um þetta mál en maðurinn var handtekinn fyrir kynferðislega áreitni.
Hann ber nafnið Marcelo Benevides Silva og var myndaður kyssa blaðamannn ESPN á kynnina eftir leik liðanna í keppninni.
Blaðamaðurinn umræddi heitir Jessica Dias og var hún ekki lengi að tjá sig um málið á Instagram og það skiljanlega.
,,Þetta var bara koss á kynnina. Nei. Þetta var það ekki. Þetta var áreitni og þeir blótuðu mikið því útsendingin tók langan tíma,“ skrifaði Dias.
,,Ég bað þá um að róa sig niður og að blóta ekki því það var engin þörf á því. Afsökunarbeiðnin var herðanudd og koss.“
,,Ég varð fyrir kynferðislegu áreitni á meðan ég vann mína vinnu og það er glæpur. Ég vildi ekki kossinn, ég vildi ekki neina ást. Ég vildi ekki eyða þremur tímum á lögreglustöðinni, ég vildi bara vinna mína vinnu.“
Atvikið sjálft má sjá hér fyrir neðan.
A repórter Jéssica Dias, da ESPN, foi assediada ao vivo por um lixo humano que suja a camisa do Flamengo com atos repugnantes como este. pic.twitter.com/bHnHKtYUeH
— Paulo Pacheco (@ppacheco1) September 7, 2022