Thomas Tuchel hefur loksins tjáð sig eftir að hafa verið rekinn frá Chelsea fyrr í þessum mánuði.
Brottreksturinn kom í raun öllum á óvart og þar á meðal Tuchel sem bjóst ekki við að fá sparkið.
Þjóðverjinn gerði vel með Chelsea og vann til að mynda Meistaradeildina en eftir erfiða byrjun í sumar var hann rekinn.
,,Þetta er eitt það erfiðasta sem ég hef þurft að skrifa og eitthvað sem ég vonaðist eftir að þurfa ekki að gera í mörg ár,“ sagði Tuchel.
,,Ég er miður mín að tíma mínum hjá Chelsea sé lokið. Mér leið eins og heima hjá mér bæði í vinnulífinu og í persónulega lífinu. Ég vil þakka öllu starfsfólkinu, leikmönnunum og stuðningsmönnum sem buðu mig velkominn frá degi eitt.“
,,Ég mun alltaf mun eftir stoltinu sem fylgdi því að vinna Meistaradeildina og HM félagsliða. Það er heiður að vera hluti af sögu félagsins og þessir 19 mánuðir eiga sérstakan stað í mínu hjarta.“