Sonur Cristiano Ronaldo er mikill aðdáandi framherjans Antony sem gekk í raðir liðsins í sumar.
Antony er nú orðinn leikmaður Man Utd en hann kom til félagsins frá Ajax í sumar fyrir 85 milljónir punda.
Sonur Ronaldo bað Antony um mynd á dögunum er Brasilíumaðurinn mætti á æfingasvæði akademíu félagsins.
Cristiano Ronaldo yngri ku vera mikill aðdáandi Antony en faðir hans spilar með félaginu í dag.
Antony er sjálfur mikill aðdáandi Ronaldo og viðurkennir að hann hafi lengi verið ein af hans fyrirmyndum.
Myndina má sjá hér fyrir neðan.