Raphinha hefur útskýrt af hverju hann hafnaði liði Chelsea í sumar til að ganga í raðir Barcelona.
Raphinha yfirgaf Leeds í ensku úrvalsdeildinni og var um tíma hársbreidd frá því að semja við Chelsea.
Barcelona blandaði sér þó að ,,alvöru í baráttuna undir lokin og ákvað leikmaðurinn að halda til Spánar.
Hann ræddi á meðal annars við landa sinn Neymar sem lék áður með Barcelona og í dag Paris Saint-Germain.
,,Ég hafnaði Chelsea því draumurinn var að klæðast treyju Barcelona,“ sagði Raphinha í samtali við BarcaTimes.
,,Ég ræddi við Neymar um þessi félagaskipti og hann sagði mér að ég myndi ekki sjá eftir því að semja við Barcelona og hann hafði rétt fyrir sér.“