Faðir Bernardo Silva hefur tjáð sig um það sem gekk á í sumar er Barcelona sýndi syni hans mikinn áhuga.
Silva var ofarlega á óskalista Börsunga í sumarglugganum og var spænska liðið lengi í viðræðum við Manchester City sem og leikmanninn.
Silva vildi sjálfur komast til Spánar en þessi skipti gengu ekki upp að lokum og leikur leikmaðurinn enn á Englandi.
Pabbi Silva viðurkennir að viðræður hafi átt sér stað en Barcelona kom hins vegar ekki með nógu heillandi tilboð.+
,,Það voru miklar viðræður sem áttu sér stað en það kom ekkert tilboð sem við töldum vera rétt,“ sagði faðir leikmannsins.
Silva er 28 ára gamall en undanfarin tvö ár hefur hann sýnt því áhuga að fara til Spánar.