fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
433Sport

Leið aðeins verr þegar hann missti móður sína og bróður – ,,Fór með tárin í augunum“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 11. september 2022 12:00

Stan Kroenke, eigandi Arsenal (fyrir miðju) / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Dein, fyrrum stjórnarformaður Arsenal, hefur tjáð sig um erfiða tíma hjá félaginu og þegar hann var neyddur burt árið 2008.

Dein var með aðrar skoðanir á hver stefna félagsins ætti að vera en Stan Kroenke, eigandi enska liðsins.

Hann viðurkennir að hafa verið niðurbrotinn eftir að hafa kvatt Arsenal en hann eignaðist fyrst hlut í félaginu árið 1983.

Kroenke hefur alls ekki náð að vinna stuðningsmenn Arsenal á sitt band og hefur lengi verið mótmælt eignarhaldi félagsins.

Dein reyndi á þessum tíma að leita hjálpar fyrir utan veggi Arsenal til að bæta framtíð félagsins en það kom ekki til greina hjá eigendunum á þessum tíma.

,,Ég er jákvæð manneskja og vil vera sá sem setur múrstein í vegginn, einhver sem byggir hluti upp,“ sagði Dein.

,,Mér hefur aldrei liðið verr en þarna fyrir utan þegar móðir mín og bróðir féllu frá, ég yfirgaf félagið með tárin í augunum.“

,,Þetta var mjög gróft, ég myndi lýsa því þannig. Þetta tengdist ótta og afbrýðisemi. Ég var nokkuð stórt nafn og ég held að stjórnin hafi verið í uppnámi því leitaði að aðstoð fyrir utan félagið.“

,,Ég ræddi við Stan Kroenke um mín hlutabréf en þeir vildu halda þessu innan dyra Arsenal. Ég gat hins vegar séð hvert leikurinn var að fara.“

,,Arsene Wenger [þáverandi stjóra Arsenala] og ég komum út af stjórnarfundum lemjandi hausnum í vegginn.“

,,Við töpuðum Ashley Cole vegna fimm þúsund punda á viku, þetta var mjög erfiður tími.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“

Biðst afsökunar eftir slæmt 5-1 tap í Evrópu – ,,Gerðum einfaldlega ekki nóg“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni

Bjarni rakst á Viðar Örn á Greifanum á dögunum – Sagðist hvorki skilja upp né niður í umræðunni
433Sport
Í gær

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar

Þess vegna megi búast við algjörri sturlun í Liverpool í sumar
433Sport
Í gær

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina

Fær miklu minni upphæð í leikmannakaup ef liðið kemst ekki í Meistaradeildina