Framherjinn Jonas Wind er strax byrjaður að hugsa um næsta skref ferilsins stuttu eftir að hafa skrifað undir hjá Wolfsburg.
Wind er 23 ára gamall sóknarmaður sem kom til Wolfsburg í janúar eftir dvöl hjá FC Kaupmannahöfn í Danmörku.
Það er þó ekki endastöð Wind sem dreymir um að spila fyrir lið Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.
Tímabilið byrjaði alls ekki vel fyrir Wind sem meiddist aftan í læri og er nú frá vegna þess.
,,Ef við horfum til framtíðar þá er Arsenal draumurinn. Þetta hefur alltaf verið mitt draumafélag,“ sagði Wind.
,,Í heildina þá tel ég að enska úrvalsdeildin sé sú besta í heimi og það yrði spennandi að fá að spila þar.„