Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, segist vera með öruggar heimildir fyrir því að Heimir Hallgrímsson sé nú erlendis í viðræðum við félag. Frá þessu greindi Gummi í Stúkunni á Stöð 2 Sport í dag.
Mikið hefur verið talað um framtíð Heimis undanfarnar vikur en hann hefur verið staddur hérlendis.
Valur hefur verið mikið nefnt til sögunnar en þar verða líklega breytingar eftir tímabilið.
Samkvæmt þessum fregnum er Heimir líklega ekki á leið á Hlíðarenda og er með tækifæri erlendis.
Hann var ekki skráður á skýrslu hjá ÍBV í dag sem spilaði við Fram í Bestu deild karla en hann hefur hjálpað til í Eyjum í sumar.
Heimir hefur ekki verið aðalþjálfari neins liðs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar.