Miðjumaðurinn Arsen Zakharyan er enn vongóður um að komast til Chelsea en hann var orðaður við félagið í sumar.
Um er að ræða efnilegan rússnenskan landsliðsmann sem spilar með Dynamo Moskvu í heimalandinu.
Chelsea bauð í leikmanninn í ágúst en var tjáð að það væri ekki mögulegt að koma skiptunum í gegn vegna ástæðna sem félagið réð ekki við.
Hann er þó enn ákveðinn í að komast til Englands og vonar að það verði niðurstaðan í janúar.
,,Það kom inn tilboð en hlutirnir gengu ekki upp. Þið vitið örugglega ástæðuna,“ sagði Zakharyan.
,,Hvernig gat ég sjálfur hafnað þessu? Auðvitað samþykkti ég og vona að allt gangi upp á endanum. Kannski í janúar.“