Christian Heidel, yfirmaður knattspyrnumála Mainz, hefur skotið föstum skotum að eiganda Chelsea, Todd Boehly.
Boehly og stjórn Chelsea tók þá ákvörðun að reka Thomas Tuchel úr starfi á dögunum en það var eitthvað sem kom mörgum á óvart.
Tuchel vann Meistaradeildina með Chelsea á því tímabili sem hann var ráðinn til starfa en var svo rekinn eftir aðeins sex deildarleiki í sumar.
Heidel þekkir vel til Tuchel sem vann áður hjá Mainz og telur að Chelsea hafi gert risastór mistök með þessari ákvörðun.
,,Þetta var algjörlega hans ákvörðun, ákvörðun einhvers sem hefur enga hugmynd um fótbolta,“ sagði Heidel.
,,Hann hugsaði örugglega að sjötta sætið væri ekki nógu gott og vildi prófa annan þjálfara eftir aðeins sex leiki. Ég get ekki hugsað um aðra ástæðu.“
,,Chelsea mun sjá verulega eftir þessari ákvörðun, þeir munu ekki fá inn svona góðan stjóra inn aftur á svo stuttum tíma.“