The Daily Mail greinir frá því að vængmenn Chelsea hafi verið orðnir vel þreyttir á Þjóðverjanum Thomas Tuchel.
Tuchel var rekinn frá Chelsea á dögunum og var Graham Potter ráðinn inn en hann var áður hjá Brighton.
Mail segir að vængmenn Chelsea hafi ekki þolað það að spila við hliðarlínuna þar sem varamannabekkurinn sat ásamt Tuchel.
Tuchel lét menn reglulega heyra það í miðjum leik og hafði alltaf mikið að segja á meðan viðureignir voru í gangi.
Tuchel var duglegur að kvarta og bauna á sína menn við hliðarlínuna ef þeir voru ekki að skila sinni vinnu.
Leikmennirnir sættu sig við ástandið í dágóðan tíma en voru orðnir vel þreyttir á að fá skítkast eftir hver einustu mistök í leik.