Kylian Mbappe, leikmaður PSG, hefur tjáð sig um erfiðasta tap ferilsins sem var í úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn Bayern Munchen árið 2020.
PSG tapaði þessum leik 1-0 gegn Bayern og átti ungur Mbappe erfitt með að sætta sig við úrslitin.
Mbappe er enn aðeins 23 ára gamall en hefur leikið yfir 220 leiki fyrir PSG síðan hann kom til félagsins árið 2018.
Þetta tap situr enn í franska sóknarmanninum sem á eftir að vinna Meistaradeildina á sínum ferli.
,,Þegar við töpuðum úrslitaleiknum með PSG. Við töpuðum í síðasta leiknum. Þú klárar leikinn, tekur við medalíunni og þú sérð bikarinn en hann er ekki fyrir þig. Það er skrítin tilfinning en svona er lífið,“ sagði Mbappe.
,,Mig langaði bara að gráta. Þú vilt fara að gráta og vilt vera einn. Þetta er hluti af sögunni og þú verður að bæta þig og komast á sama stað og vinna.“