Keylor Navas bað um allt of há laun til að ganga í raðir Napoli í sumar segir stjórnarformaður ítalska félagsins, Cristiano Giuntoli.
Navas var lengi í viðræðum við Napoli um að ganga í raðir liðsins en hann er í dag varamarkmaður Paris Saint-Germain.
Napoli hafði hins vegar engan áhuga á að borga laun Navas sem fær 15 milljónir fyrir hvert tímabil í Frakklandi.
Navas var um tíma aðalmarkvörður PSG en hefur misst það sæti til Gianluigi Donnarumma.
,,Viðræðurnar við Keylor Navas sigldu í stand því það var ekkert samkomulag á á milli okkar, PSG og hans umboðsmanns. Hann fær 15 milljónir evra fyrir tímabil,“ sagði Giuntoli.
,,Við munum ekki reyna aftur við hann í janúar, þetta er búið.“