Thiago Silva, leikmaður Chelsea, þakkaði í gær fyrir sig eftir brottrekstur Thomas Tuchel frá félaginu.
Tuchel var rekinn eftir slæmt tap Chelsea á miðvikudaginn en liðið tapaði þá 1-0 gegn Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni.
Silva þekkir Þjóðverjann vel en þeir unnu einnig saman hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi.
,,Það voru forréttindi að fá að kynnast þér og vinna með þér. Takk fyrir allt saman Thomas Tuchel. Ég vildi óska þess að ég hefði getað gert meira. Guð blessi þig og þína fjölskyldu,“ skrifaði Silva á Instagram.
Tuchel var mjög óvænt rekinn frá Chelsea en hann vann Meistaradeildina með liðinu fyrir okkur svo löngu síðan.
Gengið var hins vegar ekki gott á þessu tímabili og ákvað stjórn enska félagsins að rífa í gikkinn.
View this post on Instagram