Nökkvi Þeyr Þórisson spilaði í kvöld sinn fyrsta leik fyrir belgíska liðið Beerschot sem hann samdi við á dögunum.
Nökkvi kom til Belgíu frá KA og spilaði gegn Lommel í kvöld í 2-0 tapi.
Nökkvi var markahæsti leikmaður efstu deildar er hann færði sig um set og er þetta alvöru blóðtaka fyrir KA-menn.
Beerschot átti litla möguleika í kvöld eftir að hafa misst mann af velli eftir aðeins 23 mínútur.
Nökkvi kom inná sem varamaður á 71. mínútu er staðan var 1-0 fyrir gestunum í Lommel.