Samkvæmt enska götublaðinu The Sun ætlar Manchester United að framlengja samning Marcus Rashford við félagið.
Núgildandi samningur hins 24 ára gamla Rashford rennur út næsta sumar. Undanfarna mánuði hefur umræðan verið á þann veg að Englendingurinn eigi ekki framtíð hjá félaginu en hann hefur farið vel af stað á þessari leitkíð.
Paris Saint-Germain er sagt fylgjast með gangi mála hjá Rashford, sem getur yfirgefið Old Trafford ódýrt í janúar eða frítt næsta sumar.
United vill forðast allan áhuga annara félaga með því að fá leikmanninn til að skuldbinda sig félaginu til lengri tíma.